Frá sýningu í Myndlistaskólanum.
Frá sýningu í Myndlistaskólanum.
Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð kl. 17 í dag, fimmtudag, í húsnæði skólans í JL-húsinu, Hringbraut 121. Sýningin verður síðan opin milli kl. 13 og 18 frá föstudegi til og með mánudeginum 13. maí.

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð kl. 17 í dag, fimmtudag, í húsnæði skólans í JL-húsinu, Hringbraut 121.

Sýningin verður síðan opin milli kl. 13 og 18 frá föstudegi til og með mánudeginum 13. maí. Verkin á sýningunni eru eftir 115 nemendur sem stunda samfellt nám í dagskóla. Á listnámsbraut eru nemendur að búa sig undir háskólanám í list- og hönnunargreinum. Nemendur á fyrra ári sýna verkefni úr íslenskuáfanga en útskriftarnemendur sýna sjálfstæð lokaverkefni. Þrír útskriftarnemendur á keramikbraut sýna sjálfstæð lokaverkefni en aðrir, á keramikbraut, listmálarabraut, teiknibraut og textílbraut, sýna ýmiskonar verkefni unnin á fyrra námsárinu af tveimur.