Garðar Hannes Friðjónsson
Garðar Hannes Friðjónsson
Hagnaður fasteignafélagsins Eikar dróst saman um tæp 50% á fyrsta árshelmingi miðað við sama tímabil í fyrra. Þannig nam hagnaðurinn 560 milljónum króna en ári fyrr nam hann 1.103 milljónum. Rekstrartekjur félagsins námu 2.

Hagnaður fasteignafélagsins Eikar dróst saman um tæp 50% á fyrsta árshelmingi miðað við sama tímabil í fyrra. Þannig nam hagnaðurinn 560 milljónum króna en ári fyrr nam hann 1.103 milljónum.

Rekstrartekjur félagsins námu 2.084 milljónum og jukust þær um 138 milljónir milli ára. Rekstrarkostnaður nam 781 milljón og jókst um 70 milljónir milli ára. Ástæðuna að baki minni hagnaði má hins vegar rekja til þess að félagið seldi engar fjárfestingareignir á fjórðungnum en hagnaður af sölu slíkra eigna nam 204 milljónum á fyrsta fjórðungi 2018. Þá námu virðisbreytingar fjárfestingareigna 352 milljónum að þessu sinni en þær höfðu aukist um 884 milljónir á fyrsta fjórðungi 2018. Fjárfestingareignir fyrirtækisins voru metnar á 92,9 milljarða í lok fjórðungsins en í lok árs 2018 voru þær metnar á 90,3 milljarða króna. Heildareignir félagsins stóðu í 99,7 milljörðum í lok fjórðungsins. Eigið fé þess var 30,4 milljarðar en skuldir stóðu í 69,3 milljörðum króna.