Á þessum degi árið 2017 lést ítalski plötusnúðurinn og tón-listarmaðurinn Robert Miles. Hann var aðeins 47 ára gamall og var staddur á spænsku eyjunni Ibiza.
Á þessum degi árið 2017 lést ítalski plötusnúðurinn og tón-listarmaðurinn Robert Miles. Hann var aðeins 47 ára gamall og var staddur á spænsku eyjunni Ibiza. Banameinið var krabbamein sem hann hafði glímt við í níu mánuði en það var á fjórða stigi þegar það greindist. Miles fæddist í Sviss en hann hét réttu nafni Roberto Concina. Hann hóf ferilinn sem plötusnúður í klúbbum og útvarpi á Norður-Ítalíu áður en hann vakti heimsathygli fyrir lagið Children árið 1996 en hann hlaut Brit-verðlaun fyr-ir lagið það ár.