Dyrhólaey Umferð verður takmörkuð til 25. júní næstkomandi.
Dyrhólaey Umferð verður takmörkuð til 25. júní næstkomandi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá síðasta föstudegi til 25. júní milli kl. 9 og 19. Þá verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá síðasta föstudegi til 25. júní milli kl. 9 og 19. Þá verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum. Á næturnar er friðlandið lokað frá kl. 19 til 9. Frá 25. júní kl. 9 að morgni verður friðlandið opið allan sólarhringinn.

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings að lokinni árlegri athugun á fuglalífi í Dyrhólaey og með tilliti til verndunar fuglalífs á varptíma. Samtals sáust 26 tegundir fugla í Dyrhólaey í könnun fuglafræðinga í lok apríl, en sjófuglar eru algengastir fugla í Dyrhólaey. Flestum verpandi tegundum hefur farið þar fækkandi frá aldamótum. Umferð ferðamanna hefur stóraukist á síðastliðnum áratug. aij@mbl.is