— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eliza Reid forsetafrú ýtti herferðinni „Ljósavinir“ úr vör í gær en herferðinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi Ljóssins og þeirri fjárþörf sem þarf að uppfylla til að hægt sé að halda starfsemi Ljóssins gangandi.

Eliza Reid forsetafrú ýtti herferðinni „Ljósavinir“ úr vör í gær en herferðinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi Ljóssins og þeirri fjárþörf sem þarf að uppfylla til að hægt sé að halda starfsemi Ljóssins gangandi. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið herferðarinnar er að 2000 manns bætist í hóp svokallaðra Ljósavina sem styðja fjárhagslega við Ljósið.

„Það er ekkert í lífinu sem býr þig undir það að greinast með krabbamein. Ljósið veitir hins vegar von,“ segir Erna Magnúsdóttir, stofnandi Ljóssins. Hægt er að gerast Ljósavinur á vefslóðinni www.ljosid.is/ljosavinur.