Það er dálítið skrýtið að páskafríið skuli oft vera lengra og áhrifameira en sjálf jólahátíðin þar sem minnst er fæðingar frelsarans. Páskar ættu að vera, að hluta til a.m.k.

Það er dálítið skrýtið að páskafríið skuli oft vera lengra og áhrifameira en sjálf jólahátíðin þar sem minnst er fæðingar frelsarans.

Páskar ættu að vera, að hluta til a.m.k., sorgartími vegna krossfestingarinnar þó að upprisan komi líka við sögu sem „happy end“.

En erum við nokkuð að hugsa um trúmálin þegar páskafríið er planað og menn þeytast á skíði landið á enda? Líklega ekki. Kirkjusókn ekki í hámarki og flest lokað og læst nema vegasjoppur.

Hagvöxturinn verður út undan þegar allt dettur svona niður í heila viku og það á þeim tíma þegar þjóðin ætti að vera að vakna af vetrardoðanum og fara að taka til hendinni. Birtan flæðir inn um gluggana á morgnana og kallar á starfandi hendur en ekki gauf í bústöðum eða skíðabrekkum.

Ef við skærum skírdaginn af og líka annan í páskum, já, þá yrðum við ríkari þjóð. Er það ekki það sem allir vilja?

Sunnlendingur