Gísli Þór Þórarinsson
Gísli Þór Þórarinsson
Gísli Þór Þórarinsson, sem myrtur var á heimili sínu í þorpinu Mehamn í Noregi, lést vegna áverka sem hann hlaut á læri eftir skotvopn.

Gísli Þór Þórarinsson, sem myrtur var á heimili sínu í þorpinu Mehamn í Noregi, lést vegna áverka sem hann hlaut á læri eftir skotvopn. Frumniðurstöður krufningar benda til þess að honum hafi blætt út í kjölfar árásarinnar, en lögreglan í Finnmörku greindi frá þessu í gær.

Búið er að greina íslenska utanríkisráðuneytinu frá því að krufningu sé lokið og að flytja megi jarðneskar leifar Gísla Þórs til Íslands þar sem hann verður jarðsettur. Rannsókn málsins stendur enn yfir og hefur lögregla m.a. yfirheyrt 50 vitni í tengslum við hana.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um morðið, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. maí næstkomandi.