Stefnt er á að fjölga kvenkyns lögregluþjónum fyrir árið 2028, en í löggæsluáætlun 2019 til 2023, sem dómsmálaráðherra birti í vikubyrjun, er meðal annars markmið sem snýr að því að hlutfall kvenkyns lögregluþjóna verði komið upp í 30% fyrir árið 2028.

Stefnt er á að fjölga kvenkyns lögregluþjónum fyrir árið 2028, en í löggæsluáætlun 2019 til 2023, sem dómsmálaráðherra birti í vikubyrjun, er meðal annars markmið sem snýr að því að hlutfall kvenkyns lögregluþjóna verði komið upp í 30% fyrir árið 2028.

15% lögregluþjóna voru kvenkyns fyrsta febrúar 2017, að því er fram kemur í löggæsluáætlun, og 16% á sama tíma árið 2016. Til samanburðar var hlutfall kvenkyns lögregluþjóna 12% árið 2011.

Hlutfall kvenkyns lögreglumanna er lægst í efstu starfsstigum en engin kona er yfirlögregluþjónn. 5% aðalvarðstjóra voru konur fyrsta febrúar 2017.

Jöfn kynjahlutföll í námi

Eftir að lögreglunám var flutt yfir á háskólastig árið 2016 virðist kynjahlutfallið vera að færast í jafnari átt en kynjahlutföllin í námi í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri eru nokkuð jöfn, samkvæmt löggæsluáætluninni. Sömu sögu er að segja af kynjahlutföllum þess hóps sem hlotið hefur inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar síðustu ár.