Verkstæði Rúmt er um starfsemina í nýja húsnæðinu á Patreksfirði.
Verkstæði Rúmt er um starfsemina í nýja húsnæðinu á Patreksfirði. — Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Bifvélaverkstæðið Smur og dekk hefur flutt starfsemi sína í nýtt stálgrindarhús sem fyrirtækið byggði við Mikladalsveg á Patreksfirði.

Bifvélaverkstæðið Smur og dekk hefur flutt starfsemi sína í nýtt stálgrindarhús sem fyrirtækið byggði við Mikladalsveg á Patreksfirði.

Öll vinnuaðstaða og aðstaða starfsmanna fyrirtækisins breyttist mjög til hins betra við flutninga í nýtt og betra húsnæði. Sem dæmi má nefna að þrjár bílalyftur eru í nýja húsnæðinu, en einungis var hægt að koma fyrir einni lyftu í gamla bílaverkstæðinu.

Eigandi verkstæðisins, Páll Heiðar Hauksson, nefndi einnig til gamans, að mesti munurinn á þessum flutningum sé sá að núna þurfi hann að ganga til að ná í verkfærin en áður hafi hann getað teygt sig í þau.