Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, ásamt 15 sendiráðum landa ESB, bjóða til veislu í dag, fimmtudag, í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 17 til 19. Boðið verður upp á mat og drykk víðsvegar að úr Evrópu, sem og tónlist og skemmtiatriði, t.d.

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, ásamt 15 sendiráðum landa ESB, bjóða til veislu í dag, fimmtudag, í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 17 til 19. Boðið verður upp á mat og drykk víðsvegar að úr Evrópu, sem og tónlist og skemmtiatriði, t.d. ungverska þjóðdansa og búlgarskan barnakór. Veislan er öllum opin, að því er segir í fréttatilkynningu frá sendinefnd ESB. Tilefni veislunnar er Evrópudagurinn svonefndi, þar sem samvinnu ríkja í Evrópu er fagnað.

Í ár verður þess minnst sérstaklega að aldarfjórðungur er liðinn frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES).