Jón Þröstur Jónsson
Jón Þröstur Jónsson
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, hefur opnað heimasíðu þar sem finna má allar upplýsingar um Jón. Fjölskyldan er gjörsamlega ráðþrota vegna hvarfs Jóns Þrastar en hyggst ekki gefast upp.

Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, hefur opnað heimasíðu þar sem finna má allar upplýsingar um Jón. Fjölskyldan er gjörsamlega ráðþrota vegna hvarfs Jóns Þrastar en hyggst ekki gefast upp. „Staðan er óbreytt, eina sem hefur gerst er að tíminn hefur liðið,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, í samtali við mbl.is.

Rannsókn málsins hefur lítið sem ekkert miðað frá því að ábending barst um að Jón Þröstur hefði mögulega ferðast með leigubíl. Davíð segir að líklegt megi teljast að hann sé ekki á lífi. „Hvort sem hann er á lífi eða ekki breytir það því ekki að við þurfum einhvers konar málalok.“ Slóðin á vefsíðuna er jonjonmissing.com og lengri útgáfa af viðtalinu við Davíð er á mbl.is.