Frá tónleikum hljómsveitarinnar.
Frá tónleikum hljómsveitarinnar.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í vikunni að veita 15 milljónum kr. af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til Sinfóníuhljómsveitar Íslands til að standa straum af tónleikaferðalögum hljómsveitarinnar til Bretlands og Bandaríkjanna á árunum 2020 og 2021.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í vikunni að veita 15 milljónum kr. af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til Sinfóníuhljómsveitar Íslands til að standa straum af tónleikaferðalögum hljómsveitarinnar til Bretlands og Bandaríkjanna á árunum 2020 og 2021. 7,5 millj. kr. verða veittar af ráðstöfunarfé ársins 2019 og sama upphæð af ráðstöfunarfé ársins 2020.

Hljómsveitinni stendur til boða að fara í tónleikaferð til Bretlands í febrúar. Til stendur að halda átta tónleika í öllum helstu borgum Bretlands en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitinni stendur til boða að fara í tónleikaferð til Bretlands.

Þá hefur hljómsveitinni verið boðið að leggja upp í tónleikaferð til Norður-Ameríku haustið 2021.