Drottning Alla jafna lætur húshumlan mest fyrir sér fara á vorin.
Drottning Alla jafna lætur húshumlan mest fyrir sér fara á vorin. — Ljósmynd/Erling Ólafsson
Humlur í hremmingum, skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á facebooksíðu sína, Heimur smádýranna. Hann segir að alla jafna fljúgi drottningarnar um á þessum tíma árs nývaknaðar af vetrardvalanum, iðnar við að lepja í sig hunangssafa víðireklanna, safna frjókornum þeirra og leggja drög að sumarbúskapnum. Mun minna hafi hins vegar farið fyrir þeim á suðvestanverðu landinu en venjulega og líklegt sé að rigningin samfellda síðastliðið sumar valdi því.

Humlur í hremmingum, skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á facebooksíðu sína, Heimur smádýranna. Hann segir að alla jafna fljúgi drottningarnar um á þessum tíma árs nývaknaðar af vetrardvalanum, iðnar við að lepja í sig hunangssafa víðireklanna, safna frjókornum þeirra og leggja drög að sumarbúskapnum. Mun minna hafi hins vegar farið fyrir þeim á suðvestanverðu landinu en venjulega og líklegt sé að rigningin samfellda síðastliðið sumar valdi því.

„Í fyrrasumar áttu þernur í erfiðleikum með að fljúga um og afla fanga í rennblautum blómunum. Framleiðsla nýrra haustdrottninga varð af þeim sökum með minnsta móti. Ef minnið er ekki að bregðast þá hefur viðjan oft verið iðnari við að blómgast en þetta vorið. Hún er humlunum í görðum okkar afar mikilvæg sem fyrsta orkulind. Nú er bara að vonast eftir góðri sumartíð svo humlurnar nái að byggja sig upp á ný. Fátt er sumarlegra en suðandi humlur flögrandi á milli blóma í góðviðri,“ skrifar Erling.

Til þessa segist hann aðeins hafa séð eina drottningu trjágeitungs og gæti ástandið verið svipað hjá þeim og humlunum, en þó sé heldur snemmt að fullyrða um það. Kólnandi veður með kaldri tungu úr norðrinu sé víst til að tefja vorkomuna í smádýralífinu.

Bobbi í garði forstjórans

Fram kemur á facebooksíðu Náttúrufræðistofnunar að við vorverkin í garði sínum í Kópavogi fyrir skömmu hafi Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, fengið óvæntan glaðning. Þar var um að ræða myndarlegan kuðungssnigil með 3,5 cm kuðungshúsi. Hann lá í beði, falinn í gróðurleifum frá síðasta hausti, og spurning sé hvort snigillinn hafi verið þar í dvala yfir veturinn.

Um garðabobba var að ræða, en hann berst hingað af og til með varningi og er mun stærri en íslenskir kuðungasniglar. aij@mbl.is