Fróður Sir David Attenborough.
Fróður Sir David Attenborough. — AFP
Sjónvarpsmaðurinn Sir David Attenborough, sem orðinn er 93 ára, leitar nú plötusnúðar til að endurhljóðblanda upptöku sem hann gerði á Balí fyrir 70 árum.

Sjónvarpsmaðurinn Sir David Attenborough, sem orðinn er 93 ára, leitar nú plötusnúðar til að endurhljóðblanda upptöku sem hann gerði á Balí fyrir 70 árum. Attenborough vill að upptakan, sem er þrjár mínútur að lengd, verði gerð að dansvænum smelli, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC en upptakan er af helgum gamelan-leik. Attenborough gerði sínar fyrstu upptökur af slíkum hljóðfæraleik þegar hann var í leit að kómódódreka árið 1954 sem rataði í sjónvarpsþáttaröð hans á BBC, Zoo Quest .

Attenborough minnist þessa merka hljóðfæraleiks á vef BBC og segir eyjaskeggja hafa leikið af ótrúlega mikilli nákvæmni og fjöri. Þetta hafi verið tónlist veiðimanna sem leikin var á hverju kvöldi í þá daga í þorpum Balí. Vonast hinn síungi Attenborough til þess að tónlistin verði kynnt nýjum kynslóðum með því að færa hana í nýjan búning.