Trump
Trump
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar vitna mjög í kannanir um meintar vinsældir stjórnmálamanna. Einkum eru forsetarnir mældir og meðaltöl helstu kannana svo birt reglulega.

Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar vitna mjög í kannanir um meintar vinsældir stjórnmálamanna. Einkum eru forsetarnir mældir og meðaltöl helstu kannana svo birt reglulega.

Donald Trump hefur legið með sínar vinsældir nálægt 40% lungann af sínum fyrstu tveimur árum, sem telst vera í lægri kanti. Síðustu vikur hefur Eyjólfur þó hresst svo mælanlegt er.

Síðast var Trump með 46% í mældum vinsældum og bent var á til samanburðar að Obama hefði á sama tíma sitt seinasta heila ár mælst með 44%. Þegar vinsældamælingunni var beint að efnahagsmálum hækkaði skorið upp í rúm 51% hjá Trump. Margt er misjafnt sagt um Trump og fjölmiðlar sækja að honum og ekki síst þeir sömu og geymdu Obama í bómull bæði kjörtímabil hans.

En sá stuðningur sem Trump nýtur vegna fjármálastjórnar er mikilvægur í bandarískum kjörþokka. Þetta snýst allt um „the economy, stupid“ sem var eignað Bill Clinton svo frægt varð.

Ský getur þó snögglega dregið fyrir sólu vinsældanna eins og dæmi sanna. Í þessari viku féllu þannig bréf hratt í kauphöll við fréttir um að „viðskiptastríðið“ á milli Kína og Bandaríkjanna væri hlaupið í harðan hnút.

Kálið er sem sagt ekki endilega sopið, þótt landið hafi risið, eins og kerlingin benti svo iðulega á.