Grúppía Laufey Helga Guðmundsdóttir sefur ekki í maí fyrir spenningi.
Grúppía Laufey Helga Guðmundsdóttir sefur ekki í maí fyrir spenningi. — Morgunblaðið/Ásdís
Eurovision er lífsstíll allt árið þótt þunglyndi leggist yfir aðdáendur rétt yfir sumarmánuðina, að sögn Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðings hjá Alþingi, en rætt er við hana í Sunnudagsmogganum.

Eurovision er lífsstíll allt árið þótt þunglyndi leggist yfir aðdáendur rétt yfir sumarmánuðina, að sögn Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðings hjá Alþingi, en rætt er við hana í Sunnudagsmogganum. Laufey er nú stödd í Ísrael á sinni níundu Eurovision-keppni. Hún er Eurovision-grúppía númer eitt og sefur varla í maí fyrir spenningi.

„Tveimur vikum áður en æfingar hefjast sef ég svona þrjá tíma á nóttu. Ég þarf að sinna minni venjulegu vinnu og undirbúa það sem þarf fyrir Eurovision,“ segir Laufey sem fer á vinnustaði og kynnir Eurovision.

„Ég er að breiða út fagnaðarerindið og kynna Eurovision-samfélagið. Eitt árið sat einn þriðji hluti ríkisstjórnarinnar á kynningu hjá mér en ég lít svo á að ég sé að undirbúa Ísland fyrir það að vinna. Þá er gott að einhver í ríkisstjórninni viti að þetta kostar tvo milljarða og að þau séu með einhverja hugmynd um hvernig þetta gangi fyrir sig,“ segir hún og brosir.