Alls er búið að landa 185 þúsund tonnum af kolmunna frá áramótum, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. Nóg hefur því verið að gera í fiskimjölsverksmiðjum fyrir austan og í Vestmannaeyjum að undanförnu. Heimildir ársins eru alls um 267 þúsund tonn.

Alls er búið að landa 185 þúsund tonnum af kolmunna frá áramótum, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. Nóg hefur því verið að gera í fiskimjölsverksmiðjum fyrir austan og í Vestmannaeyjum að undanförnu. Heimildir ársins eru alls um 267 þúsund tonn.

Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda, sagði í gær að eftir góða hrotu í færeyskri lögsögu þegar skipin fylltu sig í fáum og tiltölulega stuttum holum hefði veiðin aðeins dottið niður í byrjun vikunnar. Skipin hefðu því fært sig af miðunum vestur af Færeyjum og suður fyrir eyjarnar á nýjan leik. Kolmunninn er nú í ætisgöngu norður á bóginn eftir hrygningu vestan og norðvestan Bretlandseyja.

Víkingur AK 100 var í gær búinn að landa tæplega 18 þúsund tonnum frá áramótum, Aðalsteinn Jónsson SU 11 var kominn með tæplega 17 þúsund tonn og Beitir NK 123 með 16.600. aij@mbl.is