Einbeitt Ungir hljóðfæraleikarar.
Einbeitt Ungir hljóðfæraleikarar.
Ísland – Tékkland er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 19.

Ísland – Tékkland er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 19. Tónleikarnir eru afrakstur samstarfs sem styrkt er af Erasmus+ en í því koma saman nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólans í Karlovy Vary í Tékklandi og flytja kammer- og þjóðlagatónlist frá Íslandi og Tékklandi. Verkefnið hefur staðið frá hausti, að því er fram kemur í tilkynningu en 20 nemendur Tónlistarskóla Kópavogs heimsóttu Karlovy Vary í febrúar á þessu ári og nú eru hér á landi 19 nemendur frá Karlovy Vary við æfingar og tónlistarflutning, auk þess að kynna sér líf íslenskra jafnaldra sinna.

Verkefnastjórar eru flautuleikararnir Pamela De Sensi og Eydís Franzdóttir. Aðgangur að tónleikunum í kvöld er ókeypis.