Harpa Arnardóttir
Harpa Arnardóttir
Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 18. Á tónleikunum verða flutt þjóðlög frá ýmsum löndum og verk eftir Jón Múla Árnason, Einojuhani Rautavaara, John Tavener og Auði Guðjohnsen.

Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 18. Á tónleikunum verða flutt þjóðlög frá ýmsum löndum og verk eftir Jón Múla Árnason, Einojuhani Rautavaara, John Tavener og Auði Guðjohnsen. „Barbörukórinn hefur undirbúið þessa tónleika með Hilmari Erni Agnarssyni og fengu þau námskeið í austurevrópskum söngstíl hjá svissneskri kórstýru, Abelíu Nordmann, og tyrkneskri söngkonu, Gizem S. Simsek,“ segir í tilkynningu.

Þar segir einnig: „Sagan segir að ung stúlka frá Hafnarfirði hafi verið kosin ungfrú Reykjavík og þá voru nú Hafnfirðingar stoltir. Hún heldur á vit ævintýranna og uppgötvar að heimurinn er uppfullur af góðu fólki, ást, umhyggju og gleði. Heimurinn er góður. Hún heldur af stað frá Reykjavík til Englands þar sem hún hittir elskhuga á vordögum. Þaðan fer hún til Wales og svo til Finnlands þar sem hún fær að kynnast myrkrinu en það er þó alltaf ljós í myrkrinu. Í Austur-Evrópu kynnist hún búlgörskum söngkonum sem gaspra og slúðra rétt eins og íslenskar ungmeyjar og frá austrinu fer hún alla leið til Bandaríkjanna þar sem hún hittir sjálfa gyðjuna Dolly Parton, þvílíkt ævintýri. Á endanum ákveður hún að snúa aftur heim því heima er jú alltaf best.“ Harpa Arnardóttir leikkona mun leiða gesti á vit ævintýranna.