Hvammstangi Trillukarlar gera klárt fyrir grásleppuveiðar.
Hvammstangi Trillukarlar gera klárt fyrir grásleppuveiðar. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Ég stend á tímamótum í lífinu. Fór að líta í spegil og sá að ég er að verða miðaldra kona. Fólk sem ég þekki er að verða fyrir margskonar áföllum. Þetta varð til að ýta við mér.

„Ég stend á tímamótum í lífinu. Fór að líta í spegil og sá að ég er að verða miðaldra kona. Fólk sem ég þekki er að verða fyrir margskonar áföllum. Þetta varð til að ýta við mér. Ég er ein og hef ekki fyrir neinum að sjá og tek ákvörðun um mína framtíð á eigin forsendum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem ákveðið hefur að kveðja Hvammstanga og leita á önnur mið.

Guðný Hrund er að verða 48 ára gömul, viðskiptafræðingur, sem starfað hefur sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá árinu 2014. Hún var áður sveitarstjóri á Raufarhöfn í fjögur ár en hefur annars mest unnið í hugbúnaðargeiranum.

Mikilvægum verkefnum lýkur

Guðný segir að starfið á Hvammstanga hafi verið afar gefandi. Segist hún ánægð með samstarfið við sveitarstjórn, starfsfólk og íbúa. Unnið hafi verið að mikilvægum verkefnum, meðal annars við að tryggja starfsemi hitaveitunnar í Húnaþingi vestra og nú hafi fengist 68 milljóna króna styrkur úr Fjarskiptasjóði til að leggja ljósleiðara um Vatnsnes. Hún segist fá að fylgja þessum verkefnum eftir, því hún hættir ekki fyrr en í lok ágúst, og skilji við sveitarfélagið í góðri stöðu.

„Ég er búin að ná markmiðum mínum og er að ljúka þeim verkefnum sem ég þarf að ljúka. Nú ætla ég að snúa mér að einhverju öðru sem hentar mér,“ segir Guðný og bætir því við að það sé vissulega ljúfsár tilfinning að kveðja frábært samfélag. helgi@mbl.is