Finnsk Anna Niskanen myndlistarmaður.
Finnsk Anna Niskanen myndlistarmaður.
Myndlistarkonan Anna Niskanen opnar sýningu á grafíkverkum í sal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu, hafnarmegin, í dag kl. 17. Sýningin nefnist Hover, float og er umfjöllunarefnið flóð og fjara, vatn og aðdráttarafl jarðar.

Myndlistarkonan Anna Niskanen opnar sýningu á grafíkverkum í sal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu, hafnarmegin, í dag kl. 17. Sýningin nefnist Hover, float og er umfjöllunarefnið flóð og fjara, vatn og aðdráttarafl jarðar. Verkin eru unnin með ljósmyndaaðferð sem nefnist cyanotype og eru unnin á pappír og silki. Þau voru áður sýnd í Photographic Center Peri í Turku í Finnlandi fyrir tveimur árum og á sýningunni sem opnuð verður í dag má sjá fleiri verk.

Niskanen er finnsk, býr og starfar í Helsinki en dvelur nú hér á landi á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún er með meistaragráðu í ljósmyndun og hefur sýnt víða.