Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
ÍA og FH skildu jöfn, 1:1, í fyrstu umferð í 1. deild kvenna í fótbolta á Akranesi í gærkvöld. Bæði lið gera tilkall til þess að vera í baráttunni um sæti í efstu deild en FH og Grindavík féllu úr þeirri deild á síðustu leiktíð en ÍA hafnaði í 3.

ÍA og FH skildu jöfn, 1:1, í fyrstu umferð í 1. deild kvenna í fótbolta á Akranesi í gærkvöld. Bæði lið gera tilkall til þess að vera í baráttunni um sæti í efstu deild en FH og Grindavík féllu úr þeirri deild á síðustu leiktíð en ÍA hafnaði í 3. sæti í 1. deildinni.

FH komst yfir með marki Selmu Daggar Björgvinsdóttur snemma í seinni hálfleik en þetta var hennar fyrsta mark í meistaraflokki. Hin 15 ára gamla Ólöf Sigríður Kristinsdóttir jafnaði metin að bragði fyrir heimakonur og þar við sat.

Liðin tvö sem komust upp úr 2. deild í fyrra byrjuðu tímabilið afar vel í gær. Tindastóll vann flottan útisigur á Haukum, 1:0, þar sem hin bandaríska Jacqueline Altschuld skoraði eina markið korteri fyrir leikslok. Augnablik, sem er varalið Breiðabliks, vann svo sömuleiðis góðan 3:1-sigur á Grindavík. Næsta umferð fer öll fram sunnudaginn 19. maí. sindris@mbl.is