Kirkjan Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Kirkjan Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Tónleikaröð til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði hefst á morgun kl. 16 með tónleikum í kirkjunni og er hugmyndin með röðinni að viðhalda staðnum sem menningarstað.

Tónleikaröð til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði hefst á morgun kl. 16 með tónleikum í kirkjunni og er hugmyndin með röðinni að viðhalda staðnum sem menningarstað. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur verk eftir Friðrik Bjarnason, Dietrich Buxtehude, Johann Sebastian Bach, Jóhann Jóhannsson, Smára Ólason, George Shearing og Johann Pachelbel á orgelið og mun kór kirkjunnar líka flytja nokkur lög.

Aðgangseyrir er 1.500 kr.