Tónlistarmaðurinn Ritchie Valens var heiðraður með stjörnu á frægðargangstéttinni þekktu í Hollywood á þessum degi árið 1990. Varð hann þar með fyrsti latin-tónlistarmaðurinn til að hljóta þann heiður.
Tónlistarmaðurinn Ritchie Valens var heiðraður með stjörnu á frægðargangstéttinni þekktu í Hollywood á þessum degi árið 1990. Varð hann þar með fyrsti latin-tónlistarmaðurinn til að hljóta þann heiður. Söngvarinn naut gríðarlegra vinsælda á sjötta áratugnum en lést á hátindi frægðarinnar í flugslysi þann 3. febrúar 1959. Oft er vísað í þann dag sem „daginn sem tónlistin dó“ en ásamt Valens létust Buddy Holly og J. P. „The Big Bopper“ í sama slysi. Einn af stórsmellum Valens var „La Bamba“ en samnefnd kvikmynd var gerð um líf tónlistarmannsins.