— Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Alþjóðlegi mæðradagurinn er í dag, annan sunnudag í maí. Hann er upprunninn í Bandaríkjunum þar sem hann var lýstur opinber hátíðisdagur árið 1914. Mæðradagurinn var fyrst haldinn hér á landi árið 1934.
Alþjóðlegi mæðradagurinn er í dag, annan sunnudag í maí. Hann er upprunninn í Bandaríkjunum þar sem hann var lýstur opinber hátíðisdagur árið 1914. Mæðradagurinn var fyrst haldinn hér á landi árið 1934. Þennan dag tíðkast meðal annars að gefa mæðrum blóm til að sýna þeim væntumþykju og þakklæti. Þessi mynd er birt í tilefni dagsins og er af stoltri æðarkollu sem var með þrjá unga undir verndarvæng sínum í Grafarvogi í júnímánuði til að halda í þeim hita. Einn þeirra sést hjúfra sig upp að henni.