Varstu að lenda í Ísrael? Já, ég er í leigubílnum á leiðinni frá flugvellinum. Þú hefur ákveðið að skella þér á Eurovision? Nei, nei, ég er að fara að syngja á Euro-café á sunnudaginn. Við erum hér þrjú, ég, Friðrik Ómar og Hera Björk.
Varstu að lenda í Ísrael?

Já, ég er í leigubílnum á leiðinni frá flugvellinum.

Þú hefur ákveðið að skella þér á Eurovision?

Nei, nei, ég er að fara að syngja á Euro-café á sunnudaginn. Við erum hér þrjú, ég, Friðrik Ómar og Hera Björk.

Ætliði að taka gömlu Eurovision-lögin?

Já og eitthvað fleira. Við Friðrik erum með hálftíma syrpu af alls konar lögum. Þetta verður geggjað, þetta er tvö þúsund manna klúbbur sem opnar á sunnudaginn. Það er mikill heiður að vera boðin hingað og fá að syngja.

Verðurðu aldrei leið á All out of luck?

Nei, maður getur það ekki, þetta er svo mikil gleðisprengja.

Ætlið þið svo á Eurovision?

Við ætlum að vera í viku en erum ekki komin með miða en horfum auðvitað. Svo ætlum við að njóta þess að vera til í sólinni og skoða okkur um.

Hefurðu farið til Ísraels síðan 1999?

Nei, ég er að koma hingað í fyrsta sinn í tuttugu ár.

Hvernig er tilfinningin?

Bara mögnuð. Ég á góðar minningar héðan.

Ef þú hugsar til baka, hvað stendur upp úr?

Góður árangur og gríðarlega spennandi stigagjöf.

Hvaða sæti spáir þú Hatara?

Þeir fljúga í gegnum undanúrslitin. Lagið er gott og vekur athygli. Ég ætla að segja að þeir endi í topp fimm.

Selma Björnsdóttir söngkona sló eftirminnilega í gegn á Eurovision í Ísrael árið 1999 en hún lenti þar í 2. sæti sem er besti árangur Íslands hingað til. Hún er nú stödd í Ísrael til að skemmta í Euro-klúbbi.