<strong>Hvítur á leik </strong>
Hvítur á leik
Staðan kom upp á GAMMA-Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Sænski stórmeistarinn Nils Grandelius (2.687) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Dinöru Saduakassova (2.461) frá Kasakstan. 69. Be8+! og svartur gafst upp.
Staðan kom upp á GAMMA-Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Sænski stórmeistarinn Nils Grandelius (2.687) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Dinöru Saduakassova (2.461) frá Kasakstan. 69. Be8+! og svartur gafst upp. Í dag er mikið um að vera í íslensku skáklífi. Árdegismót Skákdeildar KR hefst kl. 10:30 og kl. 11:00 hefst Sumarskákmót Fjölnis. Í hádeginu hefst svo atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa en það mót fer fram í Vestmannaeyjum. Verðlaun í því móti eru með veglegra móti og má vænta þess að margir af sterkustu skákmönnum landsins taki þátt í því. Sem dæmi eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson skráðir til leiks sem og margir alþjóðlegir meistarar, þar á meðal Íslandsmeistarinn í atskák, Jón Viktor Gunnarsson. Sjá nánar um mótið á skak.is.