Selkórinn heldur tónleika á morgun kl. 16 í Seltjarnarneskirkju og verða á efnisskránni ýmis íslensk og erlend sönglög tileinkuð ástinni og gleðinni, auk nokkurra enskra madrígala.
Selkórinn heldur tónleika á morgun kl. 16 í Seltjarnarneskirkju og verða á efnisskránni ýmis íslensk og erlend sönglög tileinkuð ástinni og gleðinni, auk nokkurra enskra madrígala. Stjórnandi Selkórsins er Oliver Kentish og meðleikari á píanó Dagný Björgvinsdóttir. Miðaverð er kr. 2.500 og boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi.