Brauð með sultu. S-NS Norður &spade;ÁDG &heart;Á5 ⋄1073 &klubs;96432 Vestur Austur &spade;8732 &spade;1065 &heart;DG1084 &heart;9632 ⋄Á86 ⋄K4 &klubs;8 &klubs;DG105 Suður &spade;K94 &heart;K7 ⋄DG952 &klubs;ÁK7 Suður spilar 3G.

Brauð með sultu. S-NS

Norður
ÁDG
Á5
1073
96432

Vestur Austur
8732 1065
DG1084 9632
Á86 K4
8 DG105

Suður
K94
K7
DG952
ÁK7

Suður spilar 3G.

Eitt grand í suður, þrjú grönd í norður og hjartadrottningin út. Þetta er það sem Englendingar kalla „bread and butter bridge“ Hversdagsleikinn uppmálaður. Eða hvað – er kannski smásulta í boði?

Eitt er víst: eftir útspilið vinnst enginn tími til að sækja tígulinn. En laufið fríast í einu höggi ef það liggur þrjú-tvö og líkur á því eru allgóðar, eins og spilarar þekkja mæta vel (68%). Fjögur-eitt legan (28%) er óviðráðanleg, nema í aleinu tilfelli: þegar vestur á nákvæmlega blanka áttu. Það er sultudropinn í krukkunni.

Að þessu athuguðu er rétt að taka fyrsta slaginn í borði og húrra út laufníunni!

Líkur á þessari legu eru ekki miklar (2,8%) en bragðið er gott þegar það finnst.