Með á ný Dagný var í byrjunarliði í síðasta leik, í fyrsta sinn frá 2017.
Með á ný Dagný var í byrjunarliði í síðasta leik, í fyrsta sinn frá 2017. — Ljósmynd/timbers.com
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er í viðtali við bandaríska blaðið The Oregonian í umfjöllun um mæður í atvinnumennsku í knattspyrnu. Þar er vakin athygli á því að samtals spili aðeins sjö mæður í þessari níu liða deild.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er í viðtali við bandaríska blaðið The Oregonian í umfjöllun um mæður í atvinnumennsku í knattspyrnu. Þar er vakin athygli á því að samtals spili aðeins sjö mæður í þessari níu liða deild. Lágar tekjur og óvissa um rétt til fæðingarorlofs spili þar inn í.

Dagný er byrjuð að spila með Portland Thorns á nýjan leik eftir að hafa átt son í fyrra. „Það er svo sannarlega hægt að gera bæði [vera móðir og atvinnumaður], en það er áskorun,“ segir Dagný.