Vinsæll Jakob Örn Sigurðarson hefur leikið með Borås frá 2015.
Vinsæll Jakob Örn Sigurðarson hefur leikið með Borås frá 2015. — Ljósmynd/borasbasket.se
Jakob Örn Sigurðarson var hylltur með standandi lófataki fyrir leik Borås og Södertälje Kings í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í körfubolta í gærkvöld.

Jakob Örn Sigurðarson var hylltur með standandi lófataki fyrir leik Borås og Södertälje Kings í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í körfubolta í gærkvöld. Ástæðan er sú, samkvæmt heimasíðu Borås, að „Ísmaðurinn“ eins og hann er kallaður flytur heim til Íslands í sumar eftir áratug í Svíþjóð.

Jakob stóð sig vel í gær og skoraði 10 stig í 97:80-sigri sem kom í veg fyrir að Södertälje tryggði sér titilinn. Staðan í einvíginu er 3:1 fyrir Södertälje en vinna þarf fjóra leiki. sindris@mbl.is