Deilt var um lagafrumvarp um endurbyggingu Notre Dame-dómkirkjunnar á franska þinginu í gær, en kirkjan brann að hluta 15. apríl síðastliðinn.

Deilt var um lagafrumvarp um endurbyggingu Notre Dame-dómkirkjunnar á franska þinginu í gær, en kirkjan brann að hluta 15. apríl síðastliðinn. Frumvarpið kveður á um að endurbyggingunni verði lokið sumarið 2024, innan fimm ára, þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í París. Þykir sumum það helst til knappur tími.

Franck Riester, menningarmáláðherra Frakklands, sagði í umræðunum í gær að það, að ætla sér fimm ár í viðgerðir á kirkju sem tók 200 ár að byggja, væri vissulega metnaðarfullt markmið. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið fé til verksins og þegar hefur safnast um einn milljarður evra, en sérfræðingar telja að viðgerðin muni kosta 600-700 milljónir evra.