Uummaannaq Íbúarnir þurftu að yfirgefa heimili sín á Grænlandi.
Uummaannaq Íbúarnir þurftu að yfirgefa heimili sín á Grænlandi.
Velferðarsjóðurinn „Vinátta í verki“ er orðinn að veruleika í þeim tilgangi að styrkja verkefni í þágu barna og unglinga frá grænlensku þorpunum í Uummannaq-firði, sem hafa staðið yfirgefin eftir flóðbylgju á svæðinu 17. júní 2017.

Velferðarsjóðurinn „Vinátta í verki“ er orðinn að veruleika í þeim tilgangi að styrkja verkefni í þágu barna og unglinga frá grænlensku þorpunum í Uummannaq-firði, sem hafa staðið yfirgefin eftir flóðbylgju á svæðinu 17. júní 2017.

Skákfélagið Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar, hófu að frumkvæði Hrafns Jökulssonar söfnun hérlendis í kjölfar flóðbylgjunnar og söfnuðust 40 milljónir króna. Söfnunarféð er í umsjón velferðarsjóðsins og hefur nú verið auglýst eftir verkefnum með fjölskyldurnar á hamfarasvæðinu í huga, einkum ungmennin. Verkefnin „skulu vera tengd velferð barna frá hamfarasvæðinu og skulu öll miða að því að auka framtíðarmöguleika barnanna, menntun og/eða möguleika þeirra á bættum lífskjörum“, eins og fram kemur í frétt frá sjóðnum. Frestur til að skila inn umsóknum ( vinattaiverki@gmail.com ) er til 1. júní næstkomandi.

Í stjórn sjóðsins eru fulltrúar Íslands og heimamanna í Uummannaq-firði. Eldur Ólafsson jarðfræðingur og Margrét Jónasdóttir kvikmyndaframleiðandi eru fulltrúar Íslands og Helgi Jóhannsson lögmaður er varamaður.