Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja tvær sónötur eftir Grieg og Prokofief, auk Le Grand Tango eftir Piazzolla, á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 16.
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja tvær sónötur eftir Grieg og Prokofief, auk Le Grand Tango eftir Piazzolla, á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 16. Segja þær verkin bæði kraftmikil og litrík og að þær hafi lengi haft hug á að leika þau saman. Auður og Anna eiga margra ára samvinnu að baki og eru nú um mundir að leggja lokahönd á upptökur fyrir geisladisk með íslenskri fiðlutónlist frá árunum 1940-2010.