Útflutningur Fall WOW og loðnubrestur draga útflutning niður.
Útflutningur Fall WOW og loðnubrestur draga útflutning niður. — Morgunblaðið/Eggert
Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að landsframleiðsla í ár dragist saman um 0,2% að raunvirði. Stafar samdrátturinn að mestu af 2,5% minni útflutningi en á síðasta ári. Á sama tíma er gert ráð fyrir 2,4% vexti einkaneyslu.
Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að landsframleiðsla í ár dragist saman um 0,2% að raunvirði. Stafar samdrátturinn að mestu af 2,5% minni útflutningi en á síðasta ári. Á sama tíma er gert ráð fyrir 2,4% vexti einkaneyslu. Þá segir Hagstofan útlit fyrir að verðbólga verði um 3,4% í ár. Þá gerir stofnunin ráð fyrir að gengi krónunnar muni haldast nokkuð stöðugt miðað við núverandi stöðu þess í kjölfar talsverðrar gengisveikingar á síðari hluta ársins 2018. Þá hafi óvissa um launaþróun minnkað eftir að kjarasamningar voru samþykktir á almennum vinnumarkaði. Telur stofnunin að þær hækkanir sem þar er samið um muni ekki hafa teljandi áhrfi á veðlag umfram það sem áður var reiknað með. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hagkerfið vaxi um 2,6% vegna bata í útflutningi og fjárfestingu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólgan minnki og verði 3,2%.