[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið eftir Jonas Jonasson er sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu bók Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf.
Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið eftir Jonas Jonasson er sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu bók Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Allan Karlsson dvelur á Balí með Juliusi vini sínum sem býður honum í skemmtiferð í loftbelg á hundrað og eins árs afmælisdaginn. Og það er bara byrjunin, áður en yfir lýkur hefur hann haldið fundi bæði með Trump og Merkel og austur í Rússlandi fylgist Pútín agndofa með afrekum hans! Nanna B. Þórsdóttir þýddi og JPV gefur út.

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ Ingólfsson fjallar um hugarheim og sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, sem höfundur telur tákngerast í þjóðsagnapersónunni konunni hans Jóns míns „sem gekk upp til himnaríkis með sál eiginmannsins í skjóðu til þess að svindla honum sálugum inn í Paradís“. Partus gefur út.