Bygging Framhaldsskólinn er í hjarta Mosfellsbæjar
Bygging Framhaldsskólinn er í hjarta Mosfellsbæjar — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar tíu ára afmælis Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var fagnað 12. apríl síðastliðinn.

Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar tíu ára afmælis Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var fagnað 12. apríl síðastliðinn. Afmælishátíðin var afrakstur sérstaks áfanga sem starfræktur var á vorönn þar sem nemendum bauðst að taka þátt í að undirbúa hátíðina.

Tónlistarflutningur, skreytingar á skólanum og fjölbreyttar afmæliskökur voru meðal annars framlag nemenda í umræddum áfanga. Einnig var afhjúpað málverk sem var samvinnuverkefni nemenda og kennara. Nemendur á hestabraut settu sérlega hátíðlegan blæ með því að standa heiðursvörð við skólann og tóku á móti gestum. Þar var bæjarstjórinn í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, var meðal góðra gesta og færði skólanum gjöf í tilefni dagsins. sbs@mbl.is