Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Fram vann góðan 3:2-sigur á Fjölni, liðinu sem spáð er sigri í deildinni, þegar 2. umferð í 1. deild karla í fótbolta hófst í gærkvöld með þremur leikjum.

Fram vann góðan 3:2-sigur á Fjölni, liðinu sem spáð er sigri í deildinni, þegar 2. umferð í 1. deild karla í fótbolta hófst í gærkvöld með þremur leikjum. Mark Helga Guðjónssonar hálftíma fyrir leikslok reyndist sigurmarkið, en hann skoraði einnig í naumu 2:1-tapi gegn Keflavík í 1. umferð.

Nýliðar Aftureldingar náðu í sín fyrstu þrjú stig með 2:1-sigri á Leikni en gestirnir úr Breiðholti voru manni færri frá 16. mínútu eftir að Ingólfur Sigurðsson fékk rautt spjald. Leiknismenn voru þó ekki langt frá því að ná í stig en Ásgeir Örn Arnþórsson tryggði Aftureldingu sigur með marki tíu mínútum fyrir leikslok.

Hinir nýliðarnir í Gróttu gerðu sömuleiðis vel í að ná í sitt fyrsta stig eftir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleik gegn Þrótti R. vegna rauðs spjalds Dags Guðjónssonar. Ágúst Leó Björnsson kom Þrótti tvívegis yfir í leiknum en Pétur Theódór Árnason skoraði seinna jöfnunarmark Seltirninga á 90. mínútu. Umferðinni lýkur í dag með leikjum Hauka og Víkings Ó., Njarðvíkur og Þórs, og Magna og Keflavíkur. sindris@mbl.is