Geoff gamli Tate.
Geoff gamli Tate.
Málmur Einhver hatrammasta deila málmsögunnar snýr að Seattle-bandinu Queensryche en fyrir fimm árum tókst söngvarinn Geoff Tate, sem þá hafði verið rekinn úr bandinu, á við Michael Wilton gítarleikara, Eddie Jackson bassaleikara og Scott Rockenfield...
Málmur Einhver hatrammasta deila málmsögunnar snýr að Seattle-bandinu Queensryche en fyrir fimm árum tókst söngvarinn Geoff Tate, sem þá hafði verið rekinn úr bandinu, á við Michael Wilton gítarleikara, Eddie Jackson bassaleikara og Scott Rockenfield trymbil fyrir dómstólum um réttinn á notkun nafnsins. Þremenningarnir fóru með sigur af hólmi. Í samtali við tímaritið Metal Wani kveðst Tate ekki sjá fyrir sér að hann komi til með að troða upp með sínum gömlu félögum á ný. Hann segir Queensryche hafa átt sitt gullaldarskeið en því hafi lokið fyrir um tveimur áratugum og nú hafi leiðir skilið. Tate yljar sér við minningarnar en saknar ekki hinna úr bandinu enda hafi þeir alla tíð verið meiri viðskiptafélagar en bræður í málmi.