Vísindamenn Styrkþegar og fulltrúar þeirra flestra tóku við rannsóknarstyrkjunum í húsakynnum Krabbameinsfélags Íslands í gær.
Vísindamenn Styrkþegar og fulltrúar þeirra flestra tóku við rannsóknarstyrkjunum í húsakynnum Krabbameinsfélags Íslands í gær. — Ljósmynd/Krabbameinsfélagið
Styrkjum var úthlutað í gær úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Alls fengu 13 vísindamenn styrki að upphæð 60,3 milljónir króna. Hæsta styrkinn, 10 milljónir, hlaut Erna Magnúsdóttir. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og samanlögð upphæð styrkja er komin í nærri 160 milljónir króna.

Styrkjum var úthlutað í gær úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Alls fengu 13 vísindamenn styrki að upphæð 60,3 milljónir króna. Hæsta styrkinn, 10 milljónir, hlaut Erna Magnúsdóttir. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og samanlögð upphæð styrkja er komin í nærri 160 milljónir króna.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki fyrr á þessu ári og bárust 18 umsóknir. Af þeim 12 rannsóknum sem valdar voru eru þrjú verkefni að hljóta styrk úr sjóðnum í þriðja sinn.

Markmið sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameini, orsökum sjúkdómsins, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Erna Magnúsdóttir hefur unnið að rannsókn á Waldenströmsjúkdómnum, sem er ólæknandi hægfara krabbamein B-eitilfrumna. Um 3 milljónir manna á heimsvísu greinast með sjúkdóminn árlega.

Aðrir styrkþegar úr sjóðnum eru eftirtaldir, upphæð innan sviga: Andri Steinþór Björnsson (7,4 milljónir), Stefán Sigurðsson (6,8 milljónir), Guðrún Valdimarsdóttir (6,4 milljónir), Inga Reynisdóttir (5 milljónir), Margrét Helga Ögmundsdóttir (5 milljónir), Helga M. Ögmundsdóttir (4,7 milljónir), Birna Baldursdóttir (4,4 milljónir), Rósa Björk Barkardóttir (4,3 milljónir), Gunnhildur Ásta Traustadóttir (2,5 milljónir), Suzannah A. Williams og Bríet Bjarkadóttir (2,5 milljónir) og Ágúst Ingi Ágústsson (1,2 milljónir).

Formaður sjóðsstjórnar er Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH, og varaformaður er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ.