Reykjanesbraut Tvöföldun undirbúin.
Reykjanesbraut Tvöföldun undirbúin.
Verktakafyrirtækið Ístak tilkynnti í lok febrúar sl. að það hefði sagt upp alls 56 starfsmönnum. Nú hefur Ístak fengið tvö stór verkefni á skömmum tíma og því hefur fyrirtækið að stærstum hluta dregið þessar uppsagnir til baka.

Verktakafyrirtækið Ístak tilkynnti í lok febrúar sl. að það hefði sagt upp alls 56 starfsmönnum. Nú hefur Ístak fengið tvö stór verkefni á skömmum tíma og því hefur fyrirtækið að stærstum hluta dregið þessar uppsagnir til baka. Þetta staðfestir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Í byrjun maí skrifuðu Vegagerðin og Ístak undir samning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Samningsupphæðin var rúmir 2 milljarðar króna. Þá tilkynnti menntamálaráðuneytið í þessari viku þá ákvörðun að ganga að tilboði Ístaks um byggingu Húss íslenskunnar. Hljóðaði tilboð Ístaks upp á 4,5 milljarða króna. 6