Fjárfestingafélagið Stoðir hefur fest kaup á tæplega 320,7 milljónum hluta í Símanum en fyrir átti félagið ríflega 429,3 milljónir hluta. Með kaupunum fer eignarhlutur Stoða í Símanum úr 4,64% í 8,11%.

Fjárfestingafélagið Stoðir hefur fest kaup á tæplega 320,7 milljónum hluta í Símanum en fyrir átti félagið ríflega 429,3 milljónir hluta. Með kaupunum fer eignarhlutur Stoða í Símanum úr 4,64% í 8,11%. Með kaupunum verður félagið fjórði stærsti hluthafi Símans á eftir þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, Lífeyrissjóði verslunarmanna, Gildi og LSR.

Miðað við dagslokagengi í Kauphöll í gær nemur kaupverð hlutarins tæpum 1,3 milljörðum króna.

Bréf Símans hækkuðu skarpt í Kauphöll í gær og nam hækkunin í dagslok 7,83%.