Glaðir Sigurður Brokkkórsformaður og Sigmundur tenór í hesthúsinu.
Glaðir Sigurður Brokkkórsformaður og Sigmundur tenór í hesthúsinu.
Brokkkórinn, kór hestamanna af höfuðborgarsvæðinu, stendur fyrir söngveislu í Aratungu í Reykholti í Biskupstungum í kvöld laugardagskvöld 11. maí. Sérstakur gestur verður Karlakór Selfoss og má búast við góðri stemningu.
Brokkkórinn, kór hestamanna af höfuðborgarsvæðinu, stendur fyrir söngveislu í Aratungu í Reykholti í Biskupstungum í kvöld laugardagskvöld 11. maí. Sérstakur gestur verður Karlakór Selfoss og má búast við góðri stemningu. Stjórnandi Brokkkórsins, Magnús Kjartansson, leiðir samsönginn eftir að kórarnir starta kvöldinu með því að syngja nokkur lög. Í framhaldinu fá allir tækifæri til að þenja raddböndin og skemmta sér og öðrum og munu Tungnamenn væntanlega standa sig í gleðinni. Húsið verður opnað kl. 19:30 og stuðið hefst upp úr kl. 20. Miðar verða seldir við inngang og söngvatn mun fást á barnum.