Argentína Ægir Þór Steinarsson er kominn á nýjar slóðir.
Argentína Ægir Þór Steinarsson er kominn á nýjar slóðir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik sem lék með Stjörnunni í vetur, er kominn til Argentínu til að spila með liði Regatas Corrientes í úrslitakeppninni þar í landi. Regatas er í 7.

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik sem lék með Stjörnunni í vetur, er kominn til Argentínu til að spila með liði Regatas Corrientes í úrslitakeppninni þar í landi. Regatas er í 7. sæti af 20 liðum fyrir lokaumferðina sem er leikin um helgina og er öruggt með sæti í átta liða úrslitum.

Ægir verður annar íslenski körfuknattleiksmaðurinn til að spila í Argentínu. Pétur Guðmundsson hóf atvinnuferilinn þar árið 1980 þegar hann lék í hálft ár með liði River Plate. vs@mbl.is