Drottning ekur bíl Elísabet II Englandsdrottning einbeitt undir stýri á Range Rover bíl sínum. Hún varð 93 ára þann 21. apríl síðastliðinn og lítinn bilbug virðist vera að finna á drottningunni hvort sem er í starfi eða leik.
Drottning ekur bíl Elísabet II Englandsdrottning einbeitt undir stýri á Range Rover bíl sínum. Hún varð 93 ára þann 21. apríl síðastliðinn og lítinn bilbug virðist vera að finna á drottningunni hvort sem er í starfi eða leik. — AFP
Konunglega hestasýningin, Royal Windsor Horse Show, sem haldin er árlega í bænum Windsor skammt fyrir utan London, stendur nú yfir.

Konunglega hestasýningin, Royal Windsor Horse Show, sem haldin er árlega í bænum Windsor skammt fyrir utan London, stendur nú yfir. Elísabet Englandsdrottning lét sig ekki vanta og kom akandi í Range Rover bíl sínum á sýninguna, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi og hefur verið haldin síðan 1943.

Drottningin fagnaði 93 ára afmæli sínu í síðasta mánuði, engar spurnir hafa borist af því að hún hyggist skila inn ökuskírteininu eins og margir jafnaldrar hennar hafa gert og af og til má sjá hana undir stýri á einhverjum bíla sinna.

Elísabet Englandsdrottning fagnaði nýverið fæðingu áttunda barnabarns síns, sonar Harrys prins og Meghan hertogaynju af Sussex.