Cyril Ramaphosa
Cyril Ramaphosa
Ljóst er að Afríska þjóðarráðið (AMC), stjórnarflokkurinn í Suður-Afríku, hélt meirihluta sínum á þingi landsins í kosningum sem fóru fram í vikunni. Þegar búið var að telja nærri 90% atkvæða í gær hafði flokkurinn fengið 57% atkvæða.

Ljóst er að Afríska þjóðarráðið (AMC), stjórnarflokkurinn í Suður-Afríku, hélt meirihluta sínum á þingi landsins í kosningum sem fóru fram í vikunni.

Þegar búið var að telja nærri 90% atkvæða í gær hafði flokkurinn fengið 57% atkvæða. En það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið frá því Nelson Mandela leiddi hann fyrst til sigurs árið 1994.

Cyril Ramaphosa tók við embættum flokksleiðtoga og forseta landsins á síðasta ári þegar flokkurinn neyddi Jacob Zuma til að segja af sér vegna landlægrar spillingar sem þreifst í skjóli hans.

Ramaphosa hét umbótum og að ráðist yrði gegn spillingu þegar hann tók við stjórnartaumunum en þær umbætur hafa gengið hægt, einkum vegna andstöðu frá stuðningsmönnum Zuma, sem enn gegna valdamiklum embættum í flokknum og ríkisstjórn landsins.

Sjálfur sagði Ramaphosa í vikunni að kosningarnar mörkuðu nýja dögun, endurnýjun og von.