Mark Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar jöfnunarmarki gegn Portúgal í gær en það reyndist duga skammt þar sem að Portúgal vann 4:2-sigur.
Mark Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar jöfnunarmarki gegn Portúgal í gær en það reyndist duga skammt þar sem að Portúgal vann 4:2-sigur. — Ljósmynd/@uefacom
Íslenska U17-landsliðið í knattspyrnu karla var grátlega nálægt því að komast upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslitin á EM á Írlandi.

Íslenska U17-landsliðið í knattspyrnu karla var grátlega nálægt því að komast upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslitin á EM á Írlandi. Liðinu dugði jafntefli við Portúgal í lokaleiknum en eftir að Ísland hafði jafnað metin í tvígang skoruðu Portúgalar tvö mörk á síðasta korterinu og unnu 4:2-sigur.

Það verður því Portúgal en ekki Ísland sem mætir Ítalíu í 8-liða úrslitunum á mánudag. Það breytir því ekki að árangur íslenska liðsins er frábær en sjaldgæft er að Ísland eigi fulltrúa í lokakeppnum stórmóta í fótbolta karla, sama í hvaða aldursflokki það er.

Mörk Íslands skoruðu Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, og Framarinn Mikael Egill Ellertsson sem er leikmaður SPAL á Ítalíu.

Ísland endaði í 3. sæti síns riðils með þrjú stig. Ungverjaland vann riðilinn með fullt hús stiga og mætir Spáni í 8-liða úrslitunum, en Portúgal hlaut sex stig í 2. sæti. sindris@mbl.is