Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar þrjú mál þar sem um er að ræða tilraunir til smygls fíkniefna til landsins. Í öllum tilvikum er um að ræða tilraunir til að smygla efnum innvortis.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar þrjú mál þar sem um er að ræða tilraunir til smygls fíkniefna til landsins. Í öllum tilvikum er um að ræða tilraunir til að smygla efnum innvortis. Í nýjasta málinu var um að ræða erlendan karlmann sem var að koma frá Hamborg 14. mars. Tollgæslan stöðvaði hann í Leifsstöð og lögregla handtók manninn. Var hann með 100 grömm af kókaíni innvortis.

Þessi sami maður kom til landsins árið 2017 og var þá gripinn fyrir tilraun til fíkniefnasmygls og dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Áður höfðu tvær erlendar konur í tveimur aðskildum málum verið stöðvaðar í flugstöðinni. Önnur var að koma frá London og hin frá Brussel. Sú fyrrnefnda var með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis og hin með tæp 200 grömm innvortis.