[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Eyjum Þórður Yngvi Sigursveinsson sport@mbl.is ÍBV og Þór/KA mættust á Hásteinsvelli í þriðju umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í gær. Þór/KA hafði betur, 3:1.

Í Eyjum

Þórður Yngvi Sigursveinsson

sport@mbl.is

ÍBV og Þór/KA mættust á Hásteinsvelli í þriðju umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í gær. Þór/KA hafði betur, 3:1.

ÍBV byrjaði leikinn betur þrátt fyrir töluverðan mótvind í fyrri hálfleik og það var Sigríður Lára Garðarsdóttir sem byrjaði markaveisluna af vítapunktinum eftir að Cloé Lacasse féll inni í teig Þórs/KA.

Akureyrarkonur voru þó ekki lengi að svara því á næstu 10 mínútum var Þór/KA komið yfir. Stephany Mayor og Margrét Árnadóttir komu sér þá á blað með tveimur glæsimörkum.

Í síðari hálfleik róaðist leikurinn töluvert. Þór/KA tókst að verjast gegn ÍBV, þrátt fyrir enn meiri mótvind en ÍBV var með í fyrri hálfleik. Þór/KA tókst þó að ganga frá leiknum á 87 mínútu en Stephany Mayor bætti þá við þriðja marki Akureyringanna.

Byrjunin er ekki góð hjá ÍBV, sem hefur ekki unnið leik á heimavelli, hefur tapað báðum leikjum sínum þar og situr nú í 7. sæti með 3 stig. Þór/KA hoppaði upp í 4. sæti og er þar með 6 stig eftir sinn annan sigur í röð.