Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson
Mörgum þótti skrítið hve samtök um viðskipti voru á skjön við fólkið í landinu í Icesave-málum en fylgdu Steingrími og Jóhönnu sem höfðu horn í síðu atvinnulífs eins og 100 skattahækkanir þeirra sýndu.

Mörgum þótti skrítið hve samtök um viðskipti voru á skjön við fólkið í landinu í Icesave-málum en fylgdu Steingrími og Jóhönnu sem höfðu horn í síðu atvinnulífs eins og 100 skattahækkanir þeirra sýndu. Og nú virðast slík samtök aftur upp á kant við almenning. Hvers vegna?

Gunnar Rögnvaldsson bendir á orð leiðtoga í atvinnulífi í Finnlandi: „Björn Wahlroos, stjórnarformaður Nordea-bankans og Sampo Group-samsteypunnar, segir að það hafi verið stór mistök að Finnland skyldi hafa tekið upp myntina evru. En Finnar hafa verið læstir fastir inni í evru frá og með 1999.

Finnland hefur næstum engan hagvöxt haft frá og með árinu 2007.“ En síðan þá eru liðin 12 ár. „Á þessu tímabili hefur sænska hagkerfið hins vegar vaxið um meira en 20 prósent,“ segir Wahlroos.

Það hefur kostað Finnland ofboðslegt fé að sitja uppi með þýska mynt á finnskum vinnumarkaði,“ segir hann. „Þegar þú ert með vonlausa verkalýðshreyfingu á vonlausum vinnumarkaði eins og í Finnlandi, þá verður þú að hafa þína eigin mynt.“

Fjárfestar vilja ekki festa fé sitt í svona landi, sagði Wahlroos.

Sem sagt: evran hefur kostað Finnland heilt heilbrigðiskerfi plús allt skólakerfið, á aðeins 12 árum, eða sem svarar til eins fimmta af stærð hagkerfisins.“